Monday, January 16, 2012

En Gísli, um hvað?

Kæru heimsborgarar, nær og fjær.
Eftir fjölmargar gönguferðir um stræti höfuðborgarinnar, vangaveltur um lífið og kvart og kvein samlanda minna varð Gísla ljóst að sennilega þyrfti hann að blogga.

En Gísli, um hvað?
Pólitík? - Já, ef mér dettur það í hug.
Mat? - Já, ef ég verð mjög svangur.
Hugsanaflækjur? - Já, ef þær eru skemmtilegar.
Eitthvað fyndið? - Já, ef ég rekst á eitthvað fyndið.
Kæra dagbók, í dag vaknaði ég klukkan 8 og fór í vinnuna eftir hádegi? - Nei.

En Gísli, verða öll bloggin í þriðju persónu?
Nei kæru heimsborgarar, nær og fjær. Svo sannarlega ekki.

1 comment:

  1. Gísli, það væri voðalega notalegt að fá nokkrar sögur af borðstofuborðinu og því sem fram fer við það. Þú ert kominn í fav og hlakka til að fylgjast með.
    Kv. Valla

    ReplyDelete