Tuesday, December 11, 2012

Opið bréf til jólasveinanna

Grýla og Leppalúði
c/o Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir.
924 Íslensku óbyggðunum

Kæru jólasveinar.

Nú fer að styttast í að þið bræðurnir röltið til byggða allir sem einn til að gleðja lítil börn með fallegum litlum gjöfum í skóinn. Mig langaði bara aðeins að minna þig á tilganginn með þessum gjöfum þínum; að gleðja lítil börn og stytta biðina eftir jólunum. Ég hef nefninlega heyrt að stundum gleymið þið bræðurnir ykkur og gefið einu barni mandarínu en í næsta skó laumið þið iPod. Þá verða börnin leið og þessar litlu sætu gjafir eru ekki lengur fallnar til þess að gleðja heldur valda öfundsýki og láta sumum börnum líða illa. Svo er alveg rosalega erfitt fyrir mömmu og pabba að útskýra hvers vegna einn fær mandarínu en annar iPod. Hvernig finndist ykkur ef þið fenguð allir mandarínu en Gilitrutt fengi nýjan vélsleða í skóinn?

Ég veit að þið bræðurnir eruð ekki sammála um hvernig eigi að fara að þessu. Sumir ykkar fá nefninlega símtöl og bréf frá foreldrum sem óska eftir því að börnin sín fái eitthvað dýrt í skóinn og sumir meira að segja láta ykkur fá iPod til að lauma í skóinn, eða það hef ég allavega heyrt. Ég veit að það getur verið erfitt að hafa vit fyrir foreldrum sem vilja öllu ráða og hugsa bara um sig og sín börn og er alveg sama um alla hina. En ekki gleyma því, elsku jólasveinar, að ykkar hlutverk er ekki að gefa börnunum það sem þau langar mest að fá í öllum heimi-geiminum. Ef mamma og pabbi vilja að barnið sitt fái iPod, þá geta þau bara gefið það sjálf í jólagjöf, það er ekki ykkar hlutverk að dreyfa rándýru tæknidóti sem var ekki einu sinni til þegar þið fæddust.
Að lokum, ef ég hef ekki náð til ykkar nú þegar, þá vil ég orða þetta svona. Þessi hegðun ykkar að gefa sumum mandarínu og öðrum iPod, og vekja þannig upp öfundsýki og gera sum börn leið og jafnvel reið, jafnast nánast á við það þegar þið stáluð mat og drykk og skelltuð hurðum hér í gamla daga. Þið vitið betur elsku jólasveinar.

Virðingarfyllst,
Gísli Björgvin Gíslason

Ps. Mig langar í Strumpaópal í skóinn.

60 comments:

  1. Takk fyrir þennan fallega og þarfa pistil

    ReplyDelete
  2. Frabært! -mikil þörf á þessu :)

    ReplyDelete
  3. Gunnhildur Vala ValsdóttirDecember 11, 2012 at 5:37 AM

    Snilld - rétt!

    ReplyDelete
  4. Vonandi færð þú strumpaópal í skóinn þinn!

    ReplyDelete
  5. Mikið rétt og hrikalega krúttlegt bréf

    ReplyDelete
  6. Frábært bréf og alveg komin tími til að senda jólasveinunum svona bréf. Takk takk :)

    ReplyDelete
  7. já þetta er mikilvægur boðskapur sem ég vona að nái til allra jólasveinanna

    ReplyDelete
  8. Mikið flott bréf hjá þér Gísli Björgvin, þetta er nú hreinlega skildulesning, jólasveinanna og foreldrana í landinu.

    ReplyDelete
  9. Brilliant... hef einmitt brugðið á það ráð að senda jólasveinunum bréf, þar sem ipod, snjósleði eða hestur gengur ekki í 3 skó í einu... svo.. hérna bað ég þá vinsamlegast að stilla gjafmildi sinni í hóf og halda sig við smágjafir... blýanta, strokleður fyrir skólann... klassískar mandarínur, svala, kókómjólk nammi fyrir laugardaginn o.s.frv.. Hinsvegar hef ég gefið grænt ljós á nýja sokka á aðfangadag eða nærföt, en þá skiptist það á 2-3 daga... Mæli með að þessu bréfi verði dreift inná MENTOR.IS!!!! til allra foreldra skólabarna.... ;)

    ReplyDelete
  10. Sammála þessu kommenti hér að ofan með að dreifa þessu bréfi á mentor.is :)

    ReplyDelete
  11. svo hjartanlega sammála
    getur ekki einhver gert það þá komið þessu inn á mentor ?

    ReplyDelete
  12. Heyr heyr!
    Búin að deila á Facebook :)

    ReplyDelete
  13. Ég gæti ekki verið meira sammála, þetta er snilldar pistill!

    ReplyDelete
  14. Hæhæ :) Mér finnst þetta flottur pistill hjá þér Gísli og ég mæli algjörlega með því að þú sendir þetta áfram þar sem þetta nær til fleiri :)
    kv. Heiða Berglind

    ReplyDelete
  15. flottur pistill og algjör skildulesning, vona innilega að ALLIR jólasveinarnir sjái þennan póst :o)

    ReplyDelete
  16. algjörlega sammála. Mjög þörf lesning.

    ReplyDelete
  17. Frábært og þarft bréf til ALLRA jólasveina :) Vona að sem flestir lesi þetta.

    Ég er allavega búin að deila þessu á fésið hjá mér :)

    ReplyDelete
  18. Ég er aaalveg viss um eitt.... - Foreldrar krakkanna sem fá rándýrar gjafir í skóinn hljóta að borga sjálfir fyrir gjafirnar.

    Af hverju segi eg þetta - Jú - það vill bara svo til að ég þekki vel að jólasveinarnir eru bara ekkert ríkir og hafa enga peninga til að splæsa í svona fíneri sjálfir..

    Svo er bara nóg að sjá hvernig þeir eru klæddir að þeir eru sennilega "skít-blankir" allir með tölu. Takk fyrir pistilinn.

    ReplyDelete
  19. Frábært alveg sammála þessu.

    ReplyDelete
  20. Ég er svo hjartanlega sammála þessu, man það þegar maður var ungur, fékk yfirleitt eitthvað lítið og sætt frá jólasveinunum í skóinn. Svo mætti maður í skólann daginn eftir þá var fullt af krökkum með MP3 spilara eða slíkan "fjársjóð".

    ReplyDelete
  21. Frábær pistill og vel þarfur.. Það liggur við að mér finnist það eiga að prenta þetta út og hengja allstaðar, svo það sjái það örugglega allir jólasveinarnir sem eru alltaf á ys og þys allstaðar :)

    ReplyDelete
  22. Frábær og þarfur pistill ;)

    ReplyDelete
  23. Lýsi yfir stuðningi við þetta málefni, Jólasveinninn lifi og Gísli ritari.

    ReplyDelete
  24. Mikið óskaplega er ég sammála þessum pistli!!!

    ReplyDelete
  25. Virkilega sammála! Það er munur á dóti í skóinn og jólapökkum!

    ReplyDelete
  26. Ó, hvað þetta bréf þarf að ná til allra jólasveina!
    Takk fyrir að skrifa það sem ég hef löngum hugsað!

    ReplyDelete
  27. Vel orðað og mjög þarft

    ReplyDelete
  28. Vel mælt, Gísli!

    ReplyDelete
  29. Það þarf oft að setja hlutina í búning svo að allir skilji. Virkilega vel uppsett hjá þér. Og gaman að lesa þetta :)

    ReplyDelete
  30. Þú ert snillli Gísli!

    ReplyDelete
  31. Mikið afskaplega finnst mér nú frekt og ljótt að foreldrar eru að plata jólasveininn, þessa annars skemtilegu og góðu karla til að setja dýrar gjafir í skó barnanna.
    Við vitum náttúrulega að þeir þurfa að setja í skóinn hjá öllum góðum börnum og á Íslandi eru svo afskaplega mörg og hlýðin börn að þeir geta ekki sjálfir borgað fyrir dýrt dót handa öllum. Svo endilega mömmur,pabbar,ömmur og afar ef ykkur langar að gleðja ykkar börn extra mikið þá gerið það endilega í ykkar eigin nafni og ekki skemma jólagleðina fyrir þeim sem minna meiga sín. Jólasveinninn fer nefnilega ekki í manngreinaálit og gefa öllum svipað. Sama hvort börnin eru hvít-gul eða svört-feit-mjó eða miðlungs-rík eða fátæk ekkert af þessu kemur jólaandanum við.

    ReplyDelete
  32. Svo mikið sammála! =) Frábært bréf sem allir jólasveinar eiga að taka til sín.

    ReplyDelete
  33. Kærar þakkir fyrir frábært bréf til jólasveinanna. Það er ekki vanþörf á að minna þá á hvað sé rétt og rangt í þessum efnum.....eða reyndar hvað sé réttlátt og hvað sé óréttlátt í þessum efnum. Ég er þér svo innilega sammála.

    ReplyDelete
  34. Vel skrifað og ég gæti ekki verið meira sammála :) Þessi verður deilt ;) Takk fyrir.

    ReplyDelete
  35. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  36. Það er ekki bara öfundsýki,
    heldur skilja sum grey börnin auðvitað ekki af hverju þau fengu minna en hin, og gæti vakið upp spurningar einsog "Hvað gerði ég rangt, er ég ekki nógu góð/ur?"
    Því litlu krílin vita ekki endilega að það eru sumir foreldrarnir sem nuða í jólasveinunum um ipod.

    ReplyDelete
  37. Þörf orð á tímum kreppu... en þó lífsgæðakapphlaups!

    ReplyDelete
  38. frábært bréf, vona að það skili sér til sveinanna áður en þeir koma til byggða (:

    ReplyDelete
  39. Sæl,
    þetta er þörf ábending en ég verð líka að viðurkenna að ég efast um að það séu margir foreldrar sem gera þetta. Sögurnar fara auðveldlega af stað. Hér er t.d. mín saga
    Þetta er bréf sem ég sendi á foreldra samnemenda dóttur minnar í fyrra :)

    Sælir foreldrar í 3.x

    Ég vil leiðrétta misskilning sem varð núna eftir að fyrsti jólasveinninn kom til byggða.

    XXXXX dóttir okkar kom í skólann og sagðist hafa fengið ipod í skóinn.
    Það var ekki rétt en tæknilega jú því hann var í skónum.

    Þannig er mál með vexti að hún er búin að vera að safna sér fyrir ipod í tæpt ár. Fyrir um 2 vikum náði hún upphæðinni til að fá ipod og við foreldrarnir vorum búin að kaupa tækið fyrir nokkru en geymdum það, hún var þó búin að fá að prófa tækið smávegis.
    Hún fékk ekki ipodinn afhentan alveg um leið og hún var búin að safna því hegðunin var ekki búin að vera til fyrirmyndar. Því héldum við tækinu áfram og hún átti að fá það síðar ef hegðunin bættist.

    Það var síðan komið að því að afhenda ipodinn og við foreldrarnir gerðum þau mistök að setja tækið í skóinn ásamt mandarínu (sem var það sem hún átti raunverulega að fá í skóinn). Við brýndum greinilega ekki nóg fyrir henni að ipodinn væri ekki frá jólasveininum (hún komst að því í fyrra hverjir gefa ískóinn) því hún sagði krökkunum í bekknum að hún hefði fengið ipod. Daginn eftir báðum við hana um að leiðrétta þetta enda ekki um eðlilega skógjöf að ræða.

    Mér þykir mjög leitt að þessi misskilningur hafi orðið, ég er sko alls ekki manneskja sem myndi gefa ipod í skóinn heldur eru gjafirnar frekar lágstemmdar (mandarínur, jólastafur, sleikjó og slíkt).

    Eftir að ég sá frétt í einhverjum vefmiðli í gær þess efnis að 8 ára strákur í Reykjavík hefði fengið ipod í skóinn áttaði ég mig á því að í þessu tilviki hefði saga dóttur minnar auðveldlega geta breyst yfir í strák.

    Einhver ykkar hefur eflaust heyrt af þessu í gegnum börnin og því vildi ég bara koma réttri sögu á framfæri.

    Við foreldrarnir höfum líka lært okkar lexíu af því að setja ekkert í skóinn sem á ekki heima þar :)

    Gleðileg jól öll sömul
    Sólveig, mamma XXXX

    ReplyDelete
  40. even though I can not refer to "my old days in iceland" I fully agree that it should be some "common sens" when it come to "shoe gift".
    This said, Solveig, I think we can all understand that we parents do mistake, and the good side of it is that we can speak about it, and with the kids too!
    Thanks for sharing Gisli, it was good to bring it up.
    V.


    ReplyDelete
  41. Sigurveig PétursdóttirDecember 12, 2012 at 3:12 AM

    Góð grein!
    Því miður þörf á svona grein.
    Lærði einu sinni að þeim væri vorkunn sem fengju stórar gjafir í skóinn því þar hefði ekki komið jólasveinn heldur foreldri.Jólasveinninn gefur nefnilega bara smágjafir!

    ReplyDelete
  42. svo flottur pistill hjá þér. bara vona að þú fáir strumpaópal því núna varstu góður strákur að minna jólasveinana á að gera ekki mannamun. Gleðileg jól.

    ReplyDelete
  43. æðislegt að lesa þetta frá rétt rúmlega tvítugum strák. Ungt fólk er mikið jákvæðra og réttsýnna en áður. samkennd og kærleikur er að aukast, með einstaklingum sem eru upplýstari og þroskaðri en við vorum. það er frábær kynslóð að vaxa úr grasi sem við getum verið stolt af og haft mikla trú á. fólk sem lætur ekki einstaklingshyggju, græðgi og álit annara stjórna verkum sínum og vill að öllum líði vel og leggur eitthvað á sig svo það geti orðið.

    ReplyDelete
  44. Æðislegt bréf, alveg sammála :)

    ReplyDelete
  45. fáránlegt! eins og hver jólasveinn ráði ekki hvað hann gefur í skóinn?

    jólasveinn barnanna minna hefur kannski bara meira milli handanna en jólasveinar annarra barna, enda hafa kannski ekki allir jólasveinar gengið í gegnum 16 ára læknanám til að hafa efni á ipod, utanlandsferð eða vespu... látið jólasvein barnanna minna í friði!

    ReplyDelete
    Replies
    1. vá... þrátt fyrir 16 ára læknanám ertu samt nógu vitlaus til að skrifa svona bjánalegt komment?

      Delete
  46. Aldeilis gott að hafa svona besservisser til að kenna uppeldi.....hahahaha

    ReplyDelete