Sunday, February 19, 2012

Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir sjálfstæðismenn


Svar við grein ristjóra sus.is, List er fyrir listunnendur.
________________________________________________________________________
Fyrir hverja er Sjálfstæðisflokkurinn? Þetta er einföld spurning sem auðvelt er að svara. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir þá sem unna frjálshyggju - frjálshyggjumenn. Hvernig getur þá verið, að allir skattgreiðendur, sama hvort þeir unni Sjálfstæðisflokknum eður ei, séu neyddir til að greiða ákveðnum frjálshyggjumönnum styrk?
Hver og einn einstaklingur á að hafa frelsi til að leita hamingjunnar á eigin vegum. Hann er frjáls gjörða sinna svo fremur sem hann skerðir ekki þetta sama frelsi annars einstaklings. Skerðing á frelsi hans er því ekkert annað en beiting á ofbeldi.
Af þessu leiðir að einstaklingur á að hafa frelsi til að velja hvaða hugmyndafræði hann unnir. Að skerða þetta frelsi hans er ofbeldi og það af hálfu ríkisins í tilfellinu um framlög til stjórmálaflokka. Ríkið tekur pening, sem harðvinnandi einstaklingar hafa unnið sér inn – ávöxt erfiðisvinnu sem krafðist orku, tíma og fyrirhöfn -, og hótar að viðurlögum verði beitt ef því er ekki afhent féið. Ríkið ákveður síðan hvaða stjórnmálamenn hljóti fé harðvinnandi einstaklinganna og hvaða stjórnmálamenn hljóti einfaldlega ekki neitt. Hinir sönnu neytendur stjórnmálanna og þeir sem öfluðu peninganna, sem eru nú í höndum útvalinna stjórnmálamanna, fá ekkert að segja.
Þannig að svarið við þeirri spurningu, sem borin var upp hér í byrjun, er ekki svo einfalt eftir allt saman. Ríkið hefur ákveðið að allir eigi að unna stjórnmálum og ríkið fær síðan að ákveða hvaða stjórmálaflokki þeir eigi að unna.
Og hvað með frelsi einstaklingsins til að velja hvaða stjórmálum hann unnir? Það skiptir bara engu máli.
Höfundur er ritsjóri gislibjo.blogspot.is

No comments:

Post a Comment