Saturday, September 22, 2012

Tilgangur minn sem leikari 1.0

Inni í mér hefur alltaf kraumað einhver óútskýranleg hvöt; hvötin til að skapa. Ég hef unun af því að skapa, að standa á sviði fyrir framan annað fólk, að vekja upp tilfinningar þess og fá það til að hugsa. Hlutverk mitt sem leikari er að vera sjálfum mér trú, að viðurkenna mínar eigin tilfinningar, hugsanir og veikleika, þann mann sem ég hef raunverulega að geyma. Ég get ekki túlkað tilfinningar og upplifanir annarrar persónu án þess að samþykkja sjálfan mig.

Kaupmannahöfn, 19. september 2012
Gísli Björgvin Gíslason

No comments:

Post a Comment